Ensk blöð segja að Jadon Sancho kantmaður Manchester United verði seldur frá félaginu í sumar, sama hvað.
Erik ten Hag er í hættu á að missa starfið í sumar en það mun engu breyta.
Ten Hag henti Sancho út úr æfingahópi liðsins í september og fékk hann ekki að æfa neitt með liðinu.
Hann var svo lánaður til Borussia Dortmund í janúar en þar hefur hann ekki spilað vel.
Sancho verður til sölu í sumar en United keypti hann á 75 milljónir punda fyrir tæpum þremur árum. Ljóst er að félagið fær ekki nálægt þeirri upphæð í dag.