Gylfi Þór Sigurðsson hefur undanfarið æft með Fylki í æfingaferð liðsins á Spáni. Þetta kemur fram í Gula Spjaldinu.
Gylfi hefur undanfarnar vikur æft einn ásamt þjálfara á Spáni, þar sem hann er í endurhæfingu eftir að hafa meiðst í haust. Rifti hann samningi sínum við danska félagið Lyngby vegna meiðslanna. Nú hefur hann verið að mæta á æfingar með Fylkismönnum.
Hinn 34 ára gamli Gylfi sneri aftur á völlinn eftir meira en tveggja ára fjarveru í haust og spilaði fyrir Lyngby. Hann var hins vegar þar um stutt skeið.
Gylfi sneri aftur í íslenska landsliðið en ólíklegt þykir þó um þessar mundir að hann verði í hópnum sem mætir Ísrael í mikilvægum umspilsleik síðar í þessum mánuði.