Sheffield United hefur átt skelfilegt tímabil í ensku úrvalsdeildinni og ný tölfræði lítur alls ekki vel út fyrir liðið.
Nýliðarnir hafa tapað síðustu heimaleikjum sínum stórt, 0-5 gegn Brighton og Aston Villa og 0-6 gegn Arsenal.
Blaðamaður Independent bendir nú á magnaða tölfræði sem hljóðar svo að Sheffield United er aðeins í fjórða sæti yfir lið sem hafa skorað flest mörk á heimavelli liðsins, Bramall Lane, á þessari leiktíð.
Liðið er með fjögur mörk og hafa Arsenal, Aston Villa og Brighton því öll skorað fleiri mörk.
So far in 2024, Sheffield United have the fourth most goals at Bramall Lane (4), behind Brighton, Aston Villa and Arsenal.
— Richard Jolly 🇺🇦 (@RichJolly) March 4, 2024