Sparkspekingurinn geðþekki Jamie Carragher hafði engan húmor fyrir ömurlegri frammistöðu Sheffield United gegn Arsenal í gær.
Skytturnar unnu leikinn 0-6 og voru 0-5 yfir í hálfleik.
„Þetta var til skammar. Þetta er ein mesta einstefna sem ég hef séð,“ sagði Carragher á Sky Sports í hálfleik.
„Ég er í áfalli og þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð. Ég man ekki eftir að hafa séð neitt verra.“
Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri í B-deildina á ný. Fyrir leikinn gegn Arsenal hafði liðið tapað tveimur heimaleikjum í röð 0-5.