fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Er Ronaldo að leggja skóna á hilluna? – Ummæli unnustu hans vekja athygli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. mars 2024 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georgina Rodriguez, unnusta Cristiano Ronaldo telur að kærasti sinn muni leggja skóna á hilluna á næstunni og það gæti vel gerst á næstu mánuðum.

Ronaldo er 39 ára gamall en hann er með samning við Al-Nassr í Sádí Arabíu í ár í viðbót.

Ronaldo gæti þó hætt innan tíðar ef marka má Georgina.

„Cristiano á eitt ár eftir, svo er þetta búið. Kannski tekur hann tvö, ég er ekki viss,“ segir Georgina.

Margir velta því fyrir sér hvort Ronaldo gæti látið gott heita í sumar og klárað ferilinn með landsliði Portúgals á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Ronaldo er einn besti leikmaður sögunnar og hefur þrátt fyrir aldur náð að halda sér í ótrúlegu formi og verið duglegur við að skora.

Georgina var mætt á tískuviku í París þar sem hún klæddist fatnaði til að heiðra sinn mann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Djarfar myndir vandræðagemsans vekja gífurlega athygli

Djarfar myndir vandræðagemsans vekja gífurlega athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tekur glæsilegt hús Greenwood á leigu – Borgar tvær og hálfa milljón á mánuði

Tekur glæsilegt hús Greenwood á leigu – Borgar tvær og hálfa milljón á mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea
433Sport
Í gær

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts