Þór vann frábæran sigur á KR í Lengjubikar karla í kvöld en spilað var í Boganum á Akureyri.
Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fjögur mörk á KR-inga án þess að gestirnir náðu að svara.
Akureyringarnir hafa spilað glimrandi vel í Lengjubikarnum og eru á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.
KR var að tapa sínum fyrsta leik en er enn í öðru sæti, tveimur stigum á undan Fjölni sem er í því þriðja.
Þór hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í keppninni hingað til og skorað 16 á móti.
Lokatölur í Boganum pic.twitter.com/u8lUCzLnnO
— Þór fótbolti (@Thor_fotbolti) March 2, 2024