Jurgen Klopp var að sjálfsögðu ánægður með sína menn í Liverpool í kvöld sem unnu 1-0 sigur á Nottingham Forest.
Darwin Nunez kom inná sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmark liðsins á 99. mínútu.
Stuðningsmenn Forest höfðu sungið um Nunez eftir innkomuna og líktu honum við fyrrum framherja Liverpool, Andy Carroll.
Carroll stóðst aldrei væntingar hjá Liverpool og eru talin ein af verstu kaupum í sögu félagsins.
,,Ég myndi ekki syngja svona lag. Ekki pirra Darwin Nunez,“ sagði Klopp á blaðamannafundi.
,,Þetta er gríðarlega mikilvægt mark sem gefur okkur þrjú stig sem skipta miklu máli. Hann átti þetta fullkomlega skilið.“
,,Fólk er byrjað að syngja þetta lag meira og svona svarar maður fyrir sig. Þeir mega syngja lagið ef Darwin svarar eins og hann gerði í dag.“