fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir dagsins á Englandi – Nunez valinn bestur

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. mars 2024 17:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool var nálægt því að misstíga sig í toppbaráttunni á Englandi í kvöld er liðið mætti Nottingham Forest á útivelli.

Liverpool gat náð fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en allt stefndi í markalaust jafntefli í dag.

Darwin Nunez var þó á öðru máli og tryggði Liverpool sigur á 98. mínútu með skalla og gríðarlega mikilvægur sigur gestanna staðreynd.

Chelsea komst yfir gegn Brentford á sama tíma en Nicolas Jackson skoraði með fallegum skalla í fyrri hálfleik.

Brentford mætti gríðarlega sterkt til leiks í seinni hálfleik og komst síðar í 2-1 en annað markið var eftir magnaða hjólhestaspyrnu Yoane Wissa.

Axel Disasi sá svo um að tryggja Chelsea stigm eð skallamarki undir lokin eftir sendingu frá Cole Palmer.

Tottenham lék við Crystal Palace á heimavelli sínum þar sem Palace komst óvænt yfir með marki Eberechi Eze.

Tottenham bætti þó við þremur mörkum þar sem Timo Werner var á meðal markaskorara í 3-1 sigri.

Hér má sjá einkunnir dagsins.

Nottingham Forest: Sels (7), Williams (7), Omobamidele (7), Murillo (7), Toffolo (7), Dominguez (7), Yates (7), Hudson-Odoi (6), Gibbs-White (6), Elanga (6), Origi (6).

Varamenn: Awoniyi (5)

Liverpool: Kelleher (7), Gomez (6), Konate (6), Van Dijk (7), Robertson (6), Bradley (6), Clark (6), Mac Allister (7), Elliott (6), Diaz (7), Gakpo (6)

Varamenn: Nunez (7), Endo (6), Szoboszlai (6)

Brentford: Flekken (5), Collins (6), Ajer (6), Zanka (7), Reguilon (7), Janelt (7), Norgaard (7), Onyeka (7), Roerslev (7), Wissa (8), Toney (6).

Varamenn: Jensen (6)

Chelsea: Petrovic (6), Gusto (7), Disasi (7), Chalobah (6), Chilwell (6), Colwill (6), Caicedo (6), Fernandez (5), Palmer (7), Gallagher (7), Jackson (7).

Varamenn: Mudryk (6), Sterling (6)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?