Það er ljóst að Manchester United og Liverpool munu mætast í næstu umferð enska bikarsins.
Bæði lið tryggði sér áframhaldandi veru í keppninni í kvöld og mætast á Old Trafford.
Casemiro tryggði United sigur á Nottingham Forest og ungir strákar Liverpool lögðu Southampton á Anfield örugglega.
Chelsea vann nauman 3-2 sigur á Leeds þar sem Conor Gallagher gerði sigurmarkið í blálokin.
Mario Lemina var þá hetja Wolves sem vann 1-0 sigur á Brighton.
Chelsea 3 – 2 Leeds
0-1 Mateo Joseph
1-1 Nicolas Jackson
2-1 Mykhailo Mudryk
2-2 Mateo Joseph
3-2 Conor Gallagher
Nott. Forest 0 – 1 Manchester United
0-1 Casemiro
Liverpool 3 – 0 Southampton
1-0 Lewis Koumas
2-0 Jayden Danns
3-0 Jayden Danns
Wolves 1 – 0 Brighton
1-0 Mario Lemina