Erik ten Hag stjóri Manchester United gefur lítið fyrir gagnrýni Jamie Carragher sem hraunaði yfir lið Manchester United eftir helgina.
United átti ömurlegan leik gegn Fulham á laugardag þar sem liðið tapaði, Carragher sagði að hann hefði aldrei séð álíka varnarleik í bestu deild í heimi.
„Ég vil byrja á því að segja að sumir sérfræðingar koma með ágætis ráð og aðrir ekki,“ segir Ten Hag.
„Jamie Carragher hefur frá fysta degi gagnrýnt mig, við vorum ekki góðir fyrsta hálftímann gegn Fulham. Það hafði með miðsvæði þeirra að gera.“
„Það kom á óvart og við þurftum að finna lausn, eftir hálftíma gerðum við það. Ég var ekki sáttur með frammistöðuna varnarlega og sérstaklega vinstra megin.“
„Þetta snýst um vilja, anda, ástríðu og það var vikurnar á undan. Við vitum að knattspyrnumenn eru ekki vélmenni og stundum koma slæmir dagar. Við verðum að vera betri á morgun.“