Everton hefur fengið fjögur stig til baka í poka sinn eftir að áfrýjun þeirra bar árangur eftir að búið var að taka tíu stig af liðinu fyrr á tímabilinu.
Everton braut lög og reglur þegar kemur að fjármálum félaga, félagið taldi dóminn of þungan.
Enska félagið ákvað að áfrýja dómnum og fékk niðurstöðuna í dag, liðið fær fjögur stig til baka.
Fleiri ásakanir eru á hendur Everton og hefur rannsókn vegna þess farið fram undanfarnar vikur.
Einnig er rannsókn í gangi á málum Nottingham Forest og er búist við að stig verði tekin af þeim.