Rasmus Hojlund var nýlega beðinn um að nefna besta leikmanninn sem hann hefur spilað með á ferlinum.
Hojlund er leikmaður Manchester United í dag en var áður hjá Atalanta og er einnig í danska landsliðinu.
Margir voru hissa á svari Hojlund sem virðist vera mjög hrifinn af sóknarmanninum Marcus Rashford.
Rashford hefur ekki átt sitt besta tímabil í vetur en Hojlund gekk aðeins í raðir United á síðasta ári.
Annað nafn var nefnt en það er Bruno Fernandes sem hefur lengi verið einn mikilvægasti leikmaður United.
,,Ég myndi örugglega segja Marcus Rashford eða þá Bruno Fernandes,“ sagði Hojlund sem kom þónokkrum í opna skjöldu.