fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Segir að græðgin hafi kostað hann starfið: Hugsaði aðallega um sjálfan sig – ,,Hann valdi auðveldu leiðina“

Victor Pálsson
Föstudaginn 16. febrúar 2024 19:30

Benitez og Gylfi Þór Sigurðsson störfuðu saman hjá Everton. Mynd/Everton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafael Benitez er gráðugur og yfirgaf Newcastle því hann vildi fá risalaun – þetta sagði fyrrum eigandi félagsins, Mike Ashley.

Benitez kvartaði margoft yfir því að fá ekki pening tilleikmannakaupa en sagði alltaf að félagið, Newcastle, kæmi fyrst og svo allt annað.

Daily Star rifjar upp þessi ummæli Ashley sem hefur nú selt félagið og einbeitir sér að öðrum hlutum en fótbolta.

Ashley ásakaði Benitez um mikla græðgi en stuðningsmenn Newcastle voru margir reiðir á þessum tíma er Spánverjinn hélt til Kína árið 2019.

,,Ef þú horfir á það sem hann sagði þá myndirðu halda að knattspyrnufélagið kæmi fyrst, svo Rafa og svo peningarnir,“ sagði Ashley.

,,Ég myndi segja að þetta hafi snúist um peningana, Rafa og svo félagið. Hann valdi auðveldu leiðina, hann tók peningana og fór til Kína.“

,,Ég er vonsvikinn með þá ákvörðun. Ég hefði skilið það ef hann hefði samið við Real Madrid aftur eða lið í topp sex í ensku úrvalsdeildinni.“

,,Þetta snerist hins vegar allt um peninga og það sem hann þurfti að gera var að segja það frá byrjun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina