Það er ekki mikil gleðin hjá Cristiano Ronaldo og fjölskyldu eftir að dagblað í Íran fjallaði um fjölskylduna, ástæðan er klúður í Photoshop.
Þannig var Hamshahri blaðið í Íran að fjalla um Ronaldo og fjölskyldu.
Eitthvað ákváðu þeir félagar á því blaði að laga myndina sem hafði birst á samfélagsmiðlum en þeir enduðu á því að taka rassinn af Georgina Rodriguez.
Georgina er unnusta Ronaldo en saman eiga þau nokkur börn og njóta lífsins í Sádí Arabíu.
Hér að neðan má sjá myndina sem blaðið birti en að ofan er raunverulega myndin.