Emiliano Martinez útilokar ekki að spila með Argentínu á Ólympíuleikunum í sumar sem fara fram í Frakklandi.
Martinez er reynslumikill markmaður en hann hefur unnið bæði Copa America og HM með þjóð sinni.
Venjan er að yngri leikmenn fái tækifæri á Ólympíuleikjunum en einhverjir reynslumeiri verða þó valdir í hópinn.
Martinez er markmaður Aston Villa en hann er opinn fyrir hugmyndinni að vinna keppnina í fyrsta sinn.
,,Ef það er eitthvað sem ég á eftir með landsliðinu þá er það að vinna Ólympíuleikana,“ sagði Martinez.
,,Ungir leikmenn þurfa tækifæri og við gerum vel í Copa America og vinnum mótið þá ættum við að gefa þeim séns á að spila.“