Slæmt gengi FC Bayern gætu verið slæm tíðindi fyrir Liverpool og vonir félagsins um að fá Xabi Alonso til að taka við liðinu.
Alonso er þjálfari Bayer Leverkusen þar sem hann er að gera frábæra hluti, talið er að hann sé efstur á blaði Liverpool til að taka við af Jurgen Klopp í sumar.
Bayern er samkvæmt fréttum í dag að gefast upp á Thomas Tuchel og er þýska félagið sagt skoða það að reka hann.
Segir einnig í fréttum í Þýskalandi að félagið vilji þá ráða Xabi Alonso til starfa.
Alonso er fyrrum leikmaður Bayern og Liverpool og því gæti það reynst ansi erfitt fyrir kauða að velja á milli þessara stórvelda.