fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

126 milljóna króna tap á rekstri KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. febrúar 2024 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur nú birt ársreikning fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.

Rekstrarniðurstaða Knattspyrnusambands Íslands á árinu 2023 eftir greiðslur til aðildarfélaga er tap sem nemur 126 m.kr. Ef sú niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár, þá má sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá UEFA vegna Þjóðadeildar karla, en þær greiðslur koma á sléttum árum. Í því samhengi má nefna að þegar horft er til lengri tíma má sjá að samtals er hagnaður Knattspyrnusambands Íslands 43 m.kr. árin 2020-2023 og rúmar 200 m.kr. ef litið er til síðustu sex ára 2018-2023.

Fjárhagsáætlun 2024

Lögð er fram rekstraráætlun sem gerir ráð fyrir rúmlega 21 m.kr. hagnaði árið 2024. Til þess að ná þessari niðurstöðu var m.a. landsleikjum fækkað um 10 milli áranna 2023 og 2024 og horft í alla rekstrarliði með markmið aðhalds og sparnaðar að leiðarljósi. Litið var til rekstrar sambandsins til loka ársins 2027 og horft til þeirra sveiflna sem einkenna rekstrarumhverfið, einkum greiðslna frá UEFA vegna Þjóðadeildar karla svo og styrkjahringja UEFA HatTrick og FIFA Forward.

Framundan eru a.m.k. tvö verkefni sem geta gjörbreytt starfsumhverfi Knattspyrnusambands Íslands, annars vegar er um að ræða þá staðreynd að ef A landslið karla kemst í úrslitakeppni EM 2024 í Þýskalandi þá breytist umhverfið hratt, hins vegar stöðu mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu, og þar er komið að ögurstundu. Ef ekkert verður að gert og KSÍ stendur ítrekað frammi fyrir því að bera sjálft háan kostnað við að gera leikvanginn og völlinn hæfan fyrir leiki landsliða og Evrópuleiki félagsliða þá er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi og getu KSÍ til að halda úti landsliðum og styðja við starf félaganna og þróun íslenskrar knattspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karlmaðurinn með stóru brjóstin er stoltur eftir að hafa öðlast frægð og frama á dögunum

Karlmaðurinn með stóru brjóstin er stoltur eftir að hafa öðlast frægð og frama á dögunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“
433Sport
Í gær

Reynir að halda í 700 milljón króna húsið sitt eftir harkalegt gjaldþrot

Reynir að halda í 700 milljón króna húsið sitt eftir harkalegt gjaldþrot