fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Leggja fram breytingar á ársþingi KSÍ – Bannað að æfa á sunnudögum og greitt sé fyrir „túr nærbuxur, matarkostnað í sambandi við leiki“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. febrúar 2024 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmannasamtök Íslands vilja gera breytingar á samningum knattspyrnufélaga við leikmenn og leggja til að bannað verði að æfa á sunnudögum. Þá vilja samtökin að félögin fari að greiða fyrir kostnað sem fallið getur til vegna iðkunar

Þá má bara æfa tvisvar í mánuði á laugardegi.

Þá leggja samtökin til að lágmarkslaun séu í efstu tveimur deildum hér á landi. Þannig fá leikmenn í efstu deild karla og kvenna hið minnsta 100 þúsund krónur og í næst efstu deild 75 þúsund krónur.

Þá verði það gert að skyldu að borgað verði í Leikmannasamtök Íslands.

Tillagan:
Tillagan er gerð með einföldun í huga.
Hugtök nr. 3, 4 & 5 þurfa að vera skýrari til þess að taka allan vafa út hvað varðar greiðslur og launatengd gjöld leikmannasamninga. Með því að sameina lið 3, 4 & 5 undir nýja 4 grein, er orðið skýrara í reglugerð hvers konar samning félag og leikmaður skrifar undir.

Hugtak nr. 6.
Kjósi félag að semja við leikmann um mánaðarlegar greiðslur, verður sá samningur launþegasamningur. Launþegasamningur felur í sér að félag stendur að greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda samkvæmt landslögum um launþegagreiðslu.

Lágmarkslaun skulu vera sett í efstu tveimur deildum, karla og kvenna, þar sem launþegasamningar gilda, og lagt er til að lágmarkslaun per mánuð verði á eftirfarandi hátt: – Efsta deild KK og KVK: 100.000kr. – 1.deild KK og KVK: 75.000kr

Greiðsla í stéttarfélag fyrir knattspyrnuleikmenn yrði til hagsmunasamtaka leikmanna, Leikmannasamtök Íslands (LSÍ), sem tilheyra undir alþjóðlegu leikmannasamtökin FIFPro. Leikmannasamtök Íslands standa vörð um hagsmuni leikmanna á Íslandi og eru viðurkennd af FIFPro. Kostnaður að aðild LSÍ er 7.500kr á ári og greiðist að hálfu félaga í janúar/febrúar á ári hverju. Með tillögu LSÍ getur íslensk knattspyrna tekið skrefið í átt að betri umgjörð innan sem utan vallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensku strákarnir töpuðu en eiga enn veika von

Íslensku strákarnir töpuðu en eiga enn veika von
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Í gær

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Í gær

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“