Marcus Rashford er í byrjunarliði Manchester United sem mætir Wolves eftir tæpan klukkutíma.
Þetta er nokkuð óvænt en Rashford var settur út í kuldann hjá United um síðustu helgi í kjölfar þess að hafa farið á djammið í Belfast og hringt sig svo inn veikan.
„Hann hefur axlað ábyrgð og málinu er lokið,“ segir Erik ten Hag.
Rashford hefur átt afleitt tímabil með United en fær nú tækifæri á að sína sitt rétta andlit.
Leikur Wolves og United hefst klukkan 20:15.