Það þarf eitthvað mikið að gerast til að Albert Guðmundsson fari frá Genoa til Fiorentina í dag.
Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Rudy Galletti.
Fiorentina hefur reynt að fá Albert, sem hefur farið á kostu með Genoa á leiktíðinni, til liðs við sig í dag en það virðist ekki ætla að ganga upp.
Félagið bauð 22 milljónir evra en svo hækkaði Genoa verðmiða sinn úr 25 milljónum evra í 30 milljónir evra.
Það er langt á milli félaganna og segir Galletti að algjör U-beygja þurfi að eiga sér stað svo Albert fari til Fiorentina.
Fyrr í dag var greint frá því að Albert væri búinn að semja við Fiorentina um laun, ef hann endar þar. Myndi hann fá um 300 milljónir íslenskra króna í árslaun.
🚨📉 There is still distance between #Genoa and #Fiorentina for #Gudmundsson.
❌ Unless sensational twist, talks between the clubs will end in nothing done. 🐓⚽ #DeadlineDay #Transfers pic.twitter.com/WHasEptkWK
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) February 1, 2024