Manchester United hefur boðið Marcus Rashford aðstoð sérfræðinga til að hjálpa sér á lífsins leið en framherjinn virðist vera í nokkrum ógöngum með líf sitt.
Rashford hefur axlað ábyrgð á því að hafa ekki mætt til æfingu á föstudag þegar hann laug að félaginu að hann væri veikur.
Rashford var ekki valinn í leikmannahóp United gegn Newport í enska bikarnum á sunnudag þar sem hann hringdi sig inn veikan á æfingu á föstudag og síðar kom í ljós að hann hafði verið á næturklúbbi í Belfast kvöldið áður.
Fyrst um sinn bárust fréttir af því að Rashford hefði aðeins farið út á lífið á miðvikudag og segja ensk blöð í dag að það sé sagan sem Rashford byrjaði á að segja félaginu.
Daily Mail fjallar um það að Rashford hafi logið til að byrja með en áttað sig fljótlega á því að hann kæmist ekki upp með það.
United er með teymi sérfræðinga sem til staðar til að hjálpa leikmönnum en Rashford hefur liðið illa innan vallar í vetur og hefur það sést á frammistöðu hans.
Forráðamenn Manchester United hafa frá því haustið 2021 haft áhyggjur af lífstíl Marcus Rashford segja ensk blöð í dag. Hefur félagið óttast um vegferð hans.
Segja ensk blöð að Rashford fari mikið út á lífið en sé einnig duglegur við það að halda stór partý heima hjá sér þar mikið gengur á.