fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Bjóða Rashford aðstoð hjá sérfræðingum – Reyndi fyrst að ljúga þegar hann sagðist vera veikur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur boðið Marcus Rashford aðstoð sérfræðinga til að hjálpa sér á lífsins leið en framherjinn virðist vera í nokkrum ógöngum með líf sitt.

Rashford hefur axlað ábyrgð á því að hafa ekki mætt til æfingu á föstudag þegar hann laug að félaginu að hann væri veikur.

Rashford var ekki valinn í leikmannahóp United gegn Newport í enska bikarnum á sunnudag þar sem hann hringdi sig inn veikan á æfingu á föstudag og síðar kom í ljós að hann hafði verið á næturklúbbi í Belfast kvöldið áður.

Fyrst um sinn bárust fréttir af því að Rashford hefði aðeins farið út á lífið á miðvikudag og segja ensk blöð í dag að það sé sagan sem Rashford byrjaði á að segja félaginu.

Daily Mail fjallar um það að Rashford hafi logið til að byrja með en áttað sig fljótlega á því að hann kæmist ekki upp með það.

United er með teymi sérfræðinga sem til staðar til að hjálpa leikmönnum en Rashford hefur liðið illa innan vallar í vetur og hefur það sést á frammistöðu hans.

Forráðamenn Manchester United hafa frá því haustið 2021 haft áhyggjur af lífstíl Marcus Rashford segja ensk blöð í dag. Hefur félagið óttast um vegferð hans.

Segja ensk blöð að Rashford fari mikið út á lífið en sé einnig duglegur við það að halda stór partý heima hjá sér þar mikið gengur á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf Robertson til Diogo Jota – „Ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur“

Sjáðu fallegt bréf Robertson til Diogo Jota – „Ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Í gær

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Í gær

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt