Mason Mount hefur ekki tekist að heilla marga á Old Trafford í vetur eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá Chelsea.
Mount er uppalinn í Chelsea og var reglulegur byrjunarliðsmaður þar en var seldur fyrir 60 milljónir punda í sumar.
Frank Lampard, fyrrum leikmaður og stjóri Chelsea, skilur vandræði Mount sem spilar í sömu stöðu og fyrirliði liðsins, Bruno Fernandes.
,,Eina áhyggjuefnið sem ég sá þegar hann fór til Manchester United var hvar geta hann og Bruno Fernandes spilað saman?“ sagði Lampard.
,,Bruno er fyrirliði liðsins og spilar í sömu stöðu og er sjaldan meiddur. Svo eru þeir með Casemiro, þú verður að hugsa út í hvar hann passar í liðið.“
,,Ég er ekki að skjóta á Mason eða United fyrir að fá hann til félagsins en fyrir svona upphæð þá þarftu að vera með ákveðið plan.“