Manuel Sierra, umboðsmaður Moises Caicedo, hefur staðfest það að Barcelona hafi spurst fyrir um leikmanninn í sumar.
Caicedo endaði á því að ganga í raðir Chelsea frá Brighton en Liverpool hafði einnig áhuga á hans þjónustu.
Barcelona gat að lokum ekki keypt Caicedo vegna skulda en félagið er ekki í góðri stöðu fjárhagslega í dag.
Caicedo hefur ekki heillað of marga hjá Chelsea en hann kostaði félagið 115 milljónir punda í sumar.
,,Já, Barcelona spurðist fyrir um hann. Barcelona hafði áhuga en það var augljóst að lokum að þeir gátu ekki fengið hann,“ sagði Sierra.
,,Þetta var flókið vandamál varðandi fjárlög FIFA og þess háttar. En já til að svara spurningunni þá sendu þeir inn fyrirspurn og það var allt saman, þeir gerðu ekkert tilboð.“