Einn af sjúkraþjálfurum aðailliðs Manchester Untied hefur verið rekinn úr starfi, er það mat félagsins að hann sé ekki nógu hæfur í starfið.
Sir Jim Ratcliffe og hans fólk er byrjað að láta til sín taka hjá félaginu, byrjað er að ráða og reka starfsfólk til að reyna að lag ahlutina.
Gary O’Driscoll sem United sótti frá Arsenal er yfirlæknir félagsins og það var að hans ráði sem sjúkraþjálfarinn var rekinn.
Ratcliffe tók undir sjónarmið O’Driscoll sem er ansi virtur í sínu fagi.
Mikil meiðsli hafa herjað á leikmenn United á þessu tímabili og ætlar félagið að velta öllum steinum til að reyna að laga ástandið á næstu vikum.