Erik ten Hag stjóri Manchester United reyndi ólmur að selja Scott McTominay síðasta sumar en nú vill félagið framlengja við hann. Samkvæmt fréttum.
McTominay hefur skorað fimm mörk í átján leikjum í ensku deildinni á þessu tímabili og hefur vakið athygli fyrir það.
Skoski miðjumaðurinn er farinn að spila framar á vellinum en áður og vill félagið nú halda í hann.
McTominay hefur ítrekað verið orðaður frá félaginu en hann á rúmt ár eftir af samningi sínum við United. United er þó með ákvæði um að framlengja samninginn um eitt ár.
Breytingar eru í vændum hjá United með komu Sir Jim Ratcliffe til félagsins sem skoðar nú hvaða þarf að laga til að koma félaginu á rétta braut.