fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Þorvaldur biðlar til skólakerfisins – „Því miður hefur þróunin verið sú“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 13:30

Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ fyrir tæpu ári. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson, frambjóðandi til formanns KSÍ, skrifar athyglisverðan pistil á Vísi í dag þar sem hann ræðir málefni dómara í knattspyrnunni hér á landi.

Þorvaldur, sem tekur formannslaginn við Guðna Bergsson, telur að efla þurfi dómgæslu og leggur hann til að skólakerfið taki þátt í því.

„Íslendingar hafa um langt skeið átt marga úrvalsdómara en því miður hefur þróunin verið sú síðustu ár að æ færri leggja fyrir sig dómgæslu og erfitt er oft á tíðum að fá hreinlega dómara í leiki eins og mörg dæmi sanna. Á þessu sviði þurfum við að girða okkur í brók og gera betur. Mun betur,“ skrifar Þorvaldur.

„Ein leið til að bæta dómgæslu er að glæða áhuga yngri kynslóða á þessu skemmtilega starfi og fjölga þannig dómurum til framtíðar. Dómaranámskeið gætu orðið hluti af námsefni og þau þannig komist inn í skólakerfið. Nemendur fengju einingar fyrir slík námskeið sem ekki einungis myndi glæða áhuga á knattspyrnunni í heild, heldur ekki síður á dómgæslunni sem slíkri. KSÍ gæti þannig verið í fararbroddi íslenskra íþróttagreina með beinu samtali og samstarfi við skólayfirvöld og rutt veginn fyrir samskonar námskeið fyrir aðrar greinar.“

Pistil Þorvalds í heild má nálgast hér.

Meira
Þorvaldur ræðir framboðið og áskoranir komandi formanns KSÍ – „Það þýðir voða lítið að horfa í baksýnisspegilinn“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að framtíð Jackson sé í mikill hættu

Segir að framtíð Jackson sé í mikill hættu
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Í gær

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea