Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu skemmti sér á skíðum um helgina í boði Boss sem hélt stóran gleðskap erlendis.
Rúrik birti mikið af myndum úr ferðinni á Instagram síðu sinni en með honum í för var Loris Karius, fyrrum markvörður Liverpool og markvörður Newcastle í dag.
Með Karius í för var unnusta hans, Diletta Leotta sem er fræg sjónvarpskona á Ítalíu.
Diletta Leotta starfar í kringum fótboltann á Ítalíu og er afar vinsæl í starfi sínu en hún og Karius eiga saman eitt barn.
Rúrik birti myndir af sér með parinu í skíðaferðinni þar sem gleðin virðist hafa verið við völd.
„Ástin er í loftinu,“ skrifaði Rúrik við mynd af Karius og Leotta.