Liverpool vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Bournemouth. Diogo Jota átti flottan leik fyrir Liverpool en hann gerði tvennu í frábærum seinni hálfleik gestanna.
Liverpool skoraði ekkert mark í fyrri hálfleiknum en tók öll völd í þeim seinni og vann 4-0 sigur.
Darwin Nunez átti einnig góðan leik fyrir Liverpool og skoraði tvennu líkt og Portúgalinn.
Jurgen Klopp var glaður með sigurinn en var verulega óhress með eitt atvik í leiknum. „Var VAR liðið í kaffitíma þegar Kluivert tók heimskulega tæklingu á Luis Diaz?,“ sagði Klopp reiður eftir leik.
Brotið má sjá hér að neðan.
Justin Kluivert challenge on Diaz. No foul given and no VAR check. pic.twitter.com/hfaFGhMh1z
— Kim Larsen (@Larsen126052Kim) January 21, 2024