Sadio Mane svaraði fyrir sig af fullum krafti í gær er hann fékk ansi harkalega spurningu frá blaðamanni eftir leik í Afríkukeppninni.
Blaðamaðurinn spurði Mane að því hvort hann væri að fá minni athygli í dag eftir að hafa yfirgefið Liverpool fyrir Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Mane hló í raun að þessari spurningu blaðamanns og segist vorkenna þeim sem geta ekki fylgst með fótbolta um allan heim frekar en bara í Evrópu.
,,Það er þín skoðun því ég er ekki að spila í Evrópu. Það er sorglegt fyrir ykkur,“ sagði Mane.
,,Fyrir ykkur þá skiptir fótboltinn engu máli ef þú ert ekki að spila í Evrópu. Þá er ég ekki til sem fótboltamaður.“
,,Sem betur fer get ég sagt að deildin í Sádi er mjög góð deild og það er fylgst með henni um allan heim. Svo lengi sem ég er að gera mitt besta og er að njóta mín, það er það sem skiptir máli.“