Manchester United er búið að ráða inn nýjan framkvæmdastjóra stuttu eftir að Sir Jim Ratcliffe eignaðist 25 prósent hlut í félaginu.
Um er að ræða mann sem ber nafnið Omar Berrada en hann starfaði fyrir grannana í Manchester City í þónokkur ár.
Greint var frá því í vikunni að United væri í viðræðum við Berrada og hefur koma hans nú verið staðfest.
Berrada mun ekki hefja störf um leið en mun komast inn í hlutina hægt og rólega á næstu mánuðum.
Ratcliffe er stórhuga eftir að hafa eignast hlut í enska félaginu og vill koma liðinu á toppinn eins fljótt og hægt er.
Berrada tekur við þessu starfi af Richard Arnold sem yfirgaf félagið undir lok síðasta árs.
We are pleased to announce the appointment of Omar Berrada as our new Chief Executive Officer.#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) January 20, 2024