Cristiano Ronaldo lét ansi umdeild ummæli falla fyrir helgi þar sem hann bar saman efstu deild í Sádi Arabíu og efstu deild í Frakklandi.
Ronaldo hefur aldrei leikið í Frakklandi en hans helsti mótherji til margra ára, Lionel Messi, lék með Paris Saint-Germain í tvö ár.
Ronaldo vill meina að deildin í Sádi sé sterkari en franska deildin en margir eru ósammála þeim ummælum.
Enski Twitter aðgangur La Liga ákvað að skjóta á Ronaldo eftir þessi ummæli þar sem má sjá mynd af Ronaldo og Kylian Mbappe, helstu stjörnu PSG í dag.
Færslan talar sínu máli og má sjá hana hér fyrir neðan.
— Ligue 1 English (@Ligue1_ENG) January 19, 2024