Það kom mörgum á óvart þegar Steven Gerrard skrifaði undir nýjan samning við Sádi arabíska félagið Al-Ettifaq.
Gengið hingað til hefur ekki verið stórkostlegt undir Gerrard en stjórn félagsins hefur þó mikla trú á honum.
Gerrard gerði nýjan samning við Al-Ettifaq í vikunni þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið í níu leikjum í röð.
TalkSport fullyrðir það að Gerrard sé að fá sömu laun og Jurgen Klopp er að fá hjá Liverpool eða 15 milljónir punda á ári.
Gerrard er fjórði launahæsti þjálfari heims en Diego Simeone er á toppnum með 30 milljónir í árslaun.