Ivan Perisic bakvörður Tottenham hefur yfirgefið herbúðir félagsins og er nú mættur heim til Króatíu og var lánaður til Hajduk Split.
Perisic sleit krossband í upphafi tímabils en hann vonast til að ná bata innan tíðar til að geta verið með á Evrópumótinu næsta sumar.
Samningur Perisic við Tottenham rennur út næsta sumar en hann mun ekki spila aftur fyrir félagið.
Perisic er öflugur bakvörðug og kantmaður en hann vonast til þess að ná nokkrum leikjum með Hajduk Split áður en Evrópumótið fer af stað.
Perisic er frá Króatíu og verður því í heimalandinu á meðan bataferlið er í gangi.
🔴🔵 Ivan Perisić to Hajduk Split. Done, sealed and official. https://t.co/kTFxQ9LxVP
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 19, 2024