Kyle Walker, leikmaður Manchester City, hrósaði liðsfélaga sínum, Kevin De Bruyne, í hástert á verðlaunahátíð FIFA á dögunum.
De Bruyne hefur verið á meðal fremstu leikmanna heims undanfarin ár og Walker er mikill aðdáandi.
„Það eru aðeins ákveðnir leikmenn sem komast í flokk með Kevin, leikmenn eins og Messi og Ronaldo. Kevin er í þessum hópi,“ sagði Walker.
De Bruyne er nýsnúinn aftur sem er ansi mikilvægt fyrir City.
„Þegar hann kom inn á gegn Newcastle fann maður hvernig það lyfti öllu upp. Kevin er bestur þgar hann er á boltanum því hann getur fundið sendingar sem enginn annar sér.“