fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Manchester United í viðræðum um kaup á golfvelli

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur átt samtal við eigendur High Legh Golf Club um að kaupa af þeim völlinn og allt landsvæðið þar í kring.

High Legh Golf Club er staðsett í Knutsford í úthverfi Manchester en þar búa flestir leikmenn félagsins.

Sir Jim Ratcliffe hefur fest kaup á 25 prósenta hlut í félaginu og eitt af því sem hann ætlar að gera er að byggja upp æfingasvæði félagsins.

Félagið vill bæta æfingasvæðið sitt en efast um að það sé hægt á Carrington svæðinu þar sem félagið er til húsa í dag.

High Legh Golf Club er til sölu en landsvæðið þar er stórt og myndi duga félaginu til að ráðast í framkvæmdir á glæsilegu æfingasvæði félagsins.

Viðræður eru á frumstigi en Carrington svæðið er komið til ára sinna og hafa margir leikmenn kvartað undan því að það sé ekki með þá nútíma tækni sem flest félög hafa í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Í gær

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“