Manchester United hefur átt samtal við eigendur High Legh Golf Club um að kaupa af þeim völlinn og allt landsvæðið þar í kring.
High Legh Golf Club er staðsett í Knutsford í úthverfi Manchester en þar búa flestir leikmenn félagsins.
Sir Jim Ratcliffe hefur fest kaup á 25 prósenta hlut í félaginu og eitt af því sem hann ætlar að gera er að byggja upp æfingasvæði félagsins.
Félagið vill bæta æfingasvæðið sitt en efast um að það sé hægt á Carrington svæðinu þar sem félagið er til húsa í dag.
High Legh Golf Club er til sölu en landsvæðið þar er stórt og myndi duga félaginu til að ráðast í framkvæmdir á glæsilegu æfingasvæði félagsins.
Viðræður eru á frumstigi en Carrington svæðið er komið til ára sinna og hafa margir leikmenn kvartað undan því að það sé ekki með þá nútíma tækni sem flest félög hafa í dag.