Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum Liverpool.
Félagið hefur verið í umræðunni en Jordan Henderson er á förum frá því eftir aðeins nokkra mánuði. Miðjumaðurinn gekk í raðir Al-Ettifaq í sumar frá Liverpool en leið ekki nógu vel í Sádí samkvæmt fréttum
Henderson er nú á leið til Ajax.
Al-Ettifaq virðist þó ekki hætt að sækja leikmenn Liverpool því félagið vill leysa Henderson af með Thiago Alcantara.
Thiago gekk í raðir Liverpool árið 2020 en ferill hans þar hefur einkennst af meiðslum.
Þá vill sádiarabíska félagið einnig miðvörðinn Joel Matip, en það er talið líklegt að bæði hann og Thiago fari frá Liverpool þegar samningar þeirra renna út í sumar.