Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, hefur skrifað undir nýjan samning til ársins 2027.
Wiegman tók við enska liðinu árið 2021 og varð Evrópumeistari ári síðar. Í fyrra fór enska liðið þá í úrslit HM en tapaði þar fyrir Spánverjum.
„Ég er svo ánægð með að fá tækifæri til að stýra Englandi áfram til 2027 eftir ótrúleg tvö og hálft ár,“ sagði Wiegman meðal annars eftir að tíðindin voru tilkynnt.
Wiegman hafði áður gert Holland að Evrópumeisturum árið 2017. Í gær var hún kjörinn þjálfari ársins á FIFA verðlaunahátíðinni, líkt og í fyrra.