fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Arnar ræðir launakröfur á Íslandi í dag – Valur hafði efni á Aroni, Aroni og Alex en töldu það ekki réttlætanlegt

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 15:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur fór í viðræður við Alex Þór Hauksson, Aron Bjarnason og Aron Sigurðarson en enginn þeirra endaði á Hlíðarenda. Arnar Grétarsson þjálfari liðsin sagði frá þessu í Þungavigtinni.

Alex Þór og Aron hafa samið við KR en Aron Bjarnason endaði í Breiðablik en félagið borgaði væna summu til Sirius í Svíþjóð fyrir Aron.

„Ég get staðfest að við töluðum við alla þessa leikmenn, á einhverjum tímapunkti í samtölum við þessa menn þá leit út eins og þeir væru að koma til okkar,“ sagði Arnar í Þungavigtinni.

„Það er ekkert klárt fyrr en það er búið að skrifa undir og blekið búið að þorna. Það er högg og ekki högg, það þarf líka að vera skynsemi í því sem menn gera.“

Arnar telur að launakröfur á Íslandi séu komnar á villigötur og að reksturinn standi ekki undir sér með sama áframhaldi.

„Mér finnst persónulega hlutir vera komnir út fyrir það sem eðlilegt er að gera, að Valsmenn segi að það sé erfitt með sitt back up, þá er það erfitt fyrir marga.“

„Mér finnst skrýtið að leikmenn fari erlendis í smá tíma og fá svo helmingi hærri laun á Íslandi en úti. Mér finnst það skrýtið.“

„Það eru margir að gambla ansi mikið, það eru ekki miklar tekjur af áhorfendum, auglýsinga og sjónvarpstekjur eru ekki það miklar. Við getum ekki gert samninga eins og maður er að heyra.“

Arnar segir að viðræður við þessa þrjá leikmenn hafi gengið vel en svo hafi ýmislegt breyst í ferlinu.

„Við vorum inni í þessu lengi vel en svo virkaði þetta dæmi þá magnaðist þetta, þú hélst að þú værir kominn með þetta og svo tveimur dögum síðar voru komnar aðrar tölur. Þetta var orðið þannig að við litum á þetta að það væri ekki þess virði.“

„Þarna breytast forsendur og við teljum okkur ekki getað fylgt því. Valur hefði alveg getað gert en við teljum okkur ekki getað réttlætt það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Er Ronaldo óvænt á förum?

Er Ronaldo óvænt á förum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Fabregas eða Ten Hag?
433Sport
Í gær

,,Hann var sá eini sem reyndi að tala við mig, koma til mín og bjóða mér í mat“

,,Hann var sá eini sem reyndi að tala við mig, koma til mín og bjóða mér í mat“
433Sport
Í gær

England: Tottenham og United töpuðu heima – Forest missteig sig aftur

England: Tottenham og United töpuðu heima – Forest missteig sig aftur
433Sport
Í gær

Eins og krakki á jólunum eftir fyrsta stóra titilinn – Fékk alvöru bjórsturtu á meðan hann tók upp

Eins og krakki á jólunum eftir fyrsta stóra titilinn – Fékk alvöru bjórsturtu á meðan hann tók upp
433Sport
Í gær

Gaf ljótt olnbogaskot en var ekki refsað: Enginn skilur neitt – Sjáðu myndbandið

Gaf ljótt olnbogaskot en var ekki refsað: Enginn skilur neitt – Sjáðu myndbandið