Leikmenn Real Madrid fá ansi vel borgað á morgun ef þeir ná að vinna Barcelona í ofurbikarnum á Spáni.
Frá þessu greinir Sport en úrslitaleikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á KSU vellinum.
Samkvæmt Sport er Florentino Perez, forseti Real, með hvatningu fyrir leikmenn Real og fá þeir góðan bónus ef leikurinn vinnst.
Hver einn og einasti leikmaður Real mun fá 150 þúsund evrur í vasann fyrir sigurinn sem mun kosta spænska félagið fjórar milljónir evra.
Liðin mættust á síðasta ári í sama leik en Barcelona hafði þá betur með þremur mörkum gegn einu.