Það virðist enginn þjálfari á Englandi betri í því að skipta mönnum inn og út en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. Varamenn Liverpool breyta leikjum.
Varamenn Liverpool hafa á þessu tímabili komið sterkir inn í leiki og Klopp virðist vita hverja á að kynna til leiks þegar illt er í efni.
Þannig hafa varamenn Liverpool skorað 15 mörk í ensku deildinni á þessu tímabili og lagt upp önnur fimmtán.
Þetta er miklu meira en næstu lið geta státað sig af því varamenn Aston Villa hafa sem dæmi komið að 18 mörkum en hjá Liverpool eru þeð 30.
Arsenal og fleiri lið koma þar á eftir en Sheffield United og Burnley eru með slakasta árangurinn í þessari tölfræði.
Dæmi um þetta er hér að neðan.