fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Íslenska liðið mætt til Bandaríkjanna – Allt í opinni dagskrá

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 22:30

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A-landslið karla er komið saman í Florida í Bandaríkjunum þar sem liðið leikur tvo vináttuleiki. Þann 13. janúar mætir liðið Gvatemala og þann 17. janúar verður mótherjinn Hondúras. Raunar byrjar seinni leikurinn eftir miðnætti að íslenskum tíma og má því segja að hann sé 18. janúar. Að sama skapi má segja að fyrri leikurinn hefjist 17. janúar en að honum ljúki 18. janúar.

Báðir leikirnir fara fram á DRV Pink Stadium í Fort Lauderdale í Flórída og báðir verða þeir í beinni og ólæstri útsendingu á Stöð 2 sport.

Ísland hefur hvorki mætt Gvatemala né Hondúras áður í A landsliðum karla. Gvatemala er í 108. sæti á styrkleikalista FIFA og Hondúras er í 76. sæti. Íslenska liðið er í 71. sæti listans.

Gvatemala – Ísland 13. janúar kl. 23:30 að íslenskum tíma (13. janúar kl. 18:30 að staðartíma) – Bein útsending á Stöð 2 sport (opin dagskrá)

Hondúras – Ísland 18. janúar kl. 00:30 að íslenskum tíma (17. janúar kl. 19:30 að staðartíma)  – Bein útsending á Stöð 2 sport (opin dagskrá) 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Í gær

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu
433Sport
Í gær

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli