Margir voru hissa á því að Altay Bayindir fengi ekki sénsinn í marki Manchester United í gær.
United heimsótti þá C-deilarlið Wigan í enska bikarnum en Andre Onana var í markinu eins alltaf á þessari leiktíð.
Líkt og Onana var Bayindir fenginn til United fyrir þessa leiktíð. Hann kom frá Fenerbahce fyrir rúmar fjórar milljónir punda.
Hann á þó enn eftir að spila mínútu og einhverjir stuðningsmenn Unite dfinna til með honum.
„Af hverju sótti Ten Hag Bayindir? Hann spilar honum ekki einu sinni í bikarnum á móti Wigan. Bayindir ætti að hringja í umboðsmanninn sinn og segja honum að koma sér burt,“ skrifaði einn netverjinn og margir tóku í sama streng.