Stuðningsmenn Manchester City og Huddersfield lentu í svakalegum slagsmálum í strætisvagni eftir leik liðanna í enska bikarnum í gær.
City vann leikinn þægilega, 5-0, en enskir miðlar fjalla um það sem gekk á eftir leik í dag.
Þar var stuðningsmaður City ansi illa á sig kominn eftir að hafa verið laminn með bjórglasi.
Myndband af þessu er ekki fyrir viðkvæma en það má nálgast hér neðar.
Phil Foden skoraði tvö marka City í leiknum. Þá gerðu þeir Jeremy Doku og Julian Alvarez eitt. Eitt marka City var svo sjálfsmark Ben Jackson í liði Huddersfield.
Huddersfield Town Vs Manchester City Fans After The Match (Today) 👊…
– Huddersfield Town Fan Smacked A City Fan With A Pint Glass!!!
(#)- #htafc | #ManCity pic.twitter.com/CSAW94OHal
— Away.Ends (@away_ends) January 7, 2024