Liverpool ætlar að lána Fabio Carvalho til Hull í þessum mánuði. The Athletic segir frá þessu.
Carvalho gekk í raðir Liverpool frá Fulham fyrir síðustu leiktíð en var í aukahlutverki og í kjölfarið var hann lánaður til RB Leipzig í sumar.
Þar fékk hann hins vegar lítinn spiltíma og Liverpool ákvað að kalla hann til baka í janúar.
Nú virðist lendingin ætla að vera sú að hann fari á láni til Hull í ensku B-deildinni út þessa leiktíð.
Southampton hefur einnig sýnt Carvalho áhuga en líklegast er að hann fari til Hull, sem er í sjöunda sæti B-deildarinnar.