Andri Rafn Yeoman er búinn að framlengja samning sinn við Breiðablik í Bestu deild karla.
Frá þessu greinir félagið í dag en Andri er leikjahæsti leikmaður í sögu þeirra grænklæddu með yfir 430 leiki.
Um er að ræða uppalinn leikmann sem hefur spilað í 15 ár í Kópavogi en Andri er enn aðeins 31 árs gamall.
Hann spilaði nokkuð stórt hlutverk með Blikum síðasta sumar og verður þar áfram næsta sumar.
Andri gerir eins árs framlengingu við Blika en hann hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með félaginu.