fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Gísli Þorgeir Íþróttamaður ársins með yfirburðum – Sex úr heimi fótboltans fengu atkvæði

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 20:53

Gísli Þorgeir varð efstur. Á eftir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

21 af 28 íþróttafréttamönnum sem eru í samtökum íþróttafréttamanna völdu Gísla Þorgeir Kristjánsson, handboltakappa hjá Magedeburg sem íþróttamann ársins. Vinnur Gísli kjörið með miklum yfirburðum.

Fjórir aðilar fengu atkvæði í efsta sæti en ekki er gefið upp hvaða aðrir aðilar voru þar um að ræða.

Gísli Þorgeir fór á kostum með Magdeburg í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í byrjun sumars. Gísli var allt í öllu gegn Barcelona í undanúrslitum keppninnar þegar liðið komst í úrslit. Gísli meiddist þó illa í leiknum en tókst að spila úrslitaleikinn gegn Kielce í gegnum meiðslin. Gísli var afar mikilvægur í úrslitunum þar sem Magdeburg tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir leik var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Gísli Þorgeir var einnig valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar í vor. Þá var Gísli lykilmaður í íslenska landsliðinu á HM. Gísli endaði meðal annars í fimmta sæti yfir flestar stoðsendingar á mótinu.

Antonn Sveinn McKee, sundkappi endar í öðru sæti í kjörinu. Anton vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Rúmeníu í desember, sem eru fyrstu verðlaun Íslendings á stórmóti í sundi í sjö ár. Þá varð Anton fyrsti Íslendingurinn til að ná Ólympíulágmarki inn á leikana í París næsta sumar þegar hann sótti sér keppnisrétt í 200 metra metra bringusundi á leikunum. Anton náði lágmarkinu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Japan í ár. Anton komst í úrslit á HM og endaði í sjöunda sæti.

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður FC Bayern og fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu endar í þriðja sæti. Glódís spilaði stórt hlutverk í hjarta varnarinnar hjá Bayern München sem varð þýskur meistari á árinu. Glódís var valin í lið ársins í Þýskalandi og vefmiðillinn Goal setti hana í tíunda sæti yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu á síðustu leiktíð. Fyrir yfirstandandi leiktíð var Glódís gerð að fyrirliða Bayern, en hún er einni fyrirliði íslenska landsliðsins og fór fyrir því með því að skora sigurmarkið gegn Wales á Laugardalsvelli í Þjóðadeild Evrópu í haust.

Sveindís Jane Jónsdóttir er í fimmta sæti listans og Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni er í því sjöunda.

Albert Guðmundsson sem hefur spilað frábærlega með Genoa í úrvalsdeildinni á Ítalíu nær aðeins í 13 sæti listans þrátt fyrir mjög gott ár með félagsliði sínu.

Hákon Rafn Valdimarsson og Hákon Arnar Haraldsson fengu nokkur atkvæði í kjörinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gísli Þorgeir fær verðlaunin en 28 íþróttafréttamenn standa að kjörinu og fengu 23 íþróttamenn atkvæði í kjörinu. Allir sem fengu atkvæði voru í hið minnsta á tveimur listum.

Íþróttamaður ársins:
1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti 500
2. Anton Sveinn McKee, sund 372
3. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 326
4. Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir 101
5 .Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 94
6. Elvar Már Friðriksson, körfubolti 93
7. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti 73

Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley. Getty Images

8. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 69
9. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar 53
10. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 47
11. Baldvin Þór Magnússon, frjálsíþróttir 37
12. Jóhanna Margrét Snorradóttir, hestaíþr. 35
13. Albert Guðmundsson, fótbolti 31
14. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 30
15. Snorri Einarsson, skíðaganga 28
16. Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar 27
17. Bjarki Már Elísson, handbolti 26
18. Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti 24

Hákon heillaði marga í leiknum gegn Portúgal. Getty Images

19. Hákon Rafn Valdimarsson, fótbolti 22
20. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti 20
21. Haraldur Franklín Magnús, golf 19
22. Ragnhildur Kristinsdóttir, golf 10
23. Sandra Erlingsdóttir, handbolti 7

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Í gær

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni