fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

FH-ingar setja af stað kosningu á besta FH-liði sögunnar – Þú getur tekið þátt

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að fagna því að 20 ár eru liðin frá fyrsta Íslandsmeistaratitli FH í meistaraflokki karla gefst aðdáendum nú kostur á að velja sitt uppáhalds byrjunarlið úr sögu liðsins.

Frá stofnun félagsins hafa margir ótrúlegir leikmenn klæðst þessari fallegu hvítu og svörtu treyju og valið í hverja stöðu því nánast kvíðavaldandi. Þrátt fyrir að biðin eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum hafi verið löng unnu leikmenn liðsins sig inn í hug og hjörtu aðdáenda FH. Ekki minnkaði aðdáunin fyrir 20 árum síðan þegar Íslandsmeistaratitillinn, sá fyrsti af átta, vannst á Akureyri í september 2004.

Nú er komið að því að heiðra þá leikmenn sem hafa staðið vaktina frá stofnun félagsins. Aðdáendur FH, fjölmiðlar og knattspyrnuáhugafólk allt er hvatt til að taka þátt í kosningu um besta byrjunarlið félagsins. Viltu stilla upp þínu uppáhalds liði frá árum áður? Eða viltu sjá Daða Lárusson senda langan bolta á Vidda Halldórs sem flikkar honum áfram á Atla Guðna? Valið er þitt!

Opnað hefur verið fyrir kosningu og fer hún fram á heimasíðu FH. Kosning stendur yfir til 1.mars og verður besta byrjunarliðið þá tilkynnt við hátíðlega athöfn.

Taktu þátt í að velja þetta sögufræga lið og deildu þínu besta liði á samfélagsmiðlum!

Öll sem taka þátt í að velja besta byrjunarliðið fara í pott og eiga möguleika á að vinna sér inn áritaða treyju af leikmönnum Meistaraflokks Karla.

Gagnasafnarinn Leifur Grímsson sá um að tilnefna leikmenn í hverja stöðu og vekjum við athygli á því að ekki er um huglægt mat að ræða heldur var einungis horft í gögnin.

Niðurstöður vera svo birtar á öllum okkar miðlum.

Kjósa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sverrir segir íslenska liðið hafa sýnt styrk sinn undanfarna daga – „Við erum komnir lengra“

Sverrir segir íslenska liðið hafa sýnt styrk sinn undanfarna daga – „Við erum komnir lengra“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Góð frammistaða en grátleg niðurstaða í París

Góð frammistaða en grátleg niðurstaða í París
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjartnæmt Guðjohnsen-myndband vekur athygli um heim allan

Hjartnæmt Guðjohnsen-myndband vekur athygli um heim allan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Isak boðar það að segja alla söguna um hvað gerðist bak við tjöldin

Isak boðar það að segja alla söguna um hvað gerðist bak við tjöldin