Samkvæmt Hjörvari Hafliðasyni hefur Stjarnan samþykkt tilboð frá Elfsborg í Eggert Aron Guðmundsson leikmann félagsins.
Kaupverðið gæti orðið allt að 900 þúsund evrur eða 135 milljónir króna.
Eggert Aron var frábær með Stjörnunni á síðustu leiktíð og verður líklega næst dýrasti leikmaður sem seldur hefur verið frá Íslandi.
Aðeins Kristian Nökkvi Hlynsson sem Ajax keypti frá Breiðablik fyrir nokkrum árum hefur verið dýrari.
Eggert ætti að skrifa undir hjá Elfsborg á næstunni en Hákon Rafn Valdimarsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson léku með félaginu á síðustu leiktíð.
Stjarnan hefur samþykkt tilboð Elfsborg í Eggert Aron Guðmundsson. Með add-ons gæti upphæðin náð allt að 900,000 EUR. Þetta er ein stærsta sala frá upphafi frá Íslandi. Ef allt gengur upp skrifar Eggert undir eftir helgi.
Meira í Vikulokum Dr. Football á morgun. pic.twitter.com/yMzoph5VdL— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) January 4, 2024