Jadon Sancho er að snúa aftur til síns gamla félags, Dortmund. Það var þó ekki alltaf í kortunum. The Athletic fjallar um þetta.
Englendingurinn ungi hefur verið í frystikistunni hjá Manchester United á leiktíðinni en hann á í stríði við stjórann Erik ten Hag.
Það var því löngu ljóst að hann væri að fara frá United og niðurstaðan virðist ætla að verða sú að hann fari til Dortmund á láni út tímabilið, hið minnsta.
United keypti Sancho einmitt frá Dortmund á 73 milljónir punda sumarið 2021.
Þrátt fyrir að Sancho hafi farið á kostum með Dortmund síðast þegar hann var þar ætlaði félagið sér ekki að fá hann aftur. Eftir skelfilegt gengi í desember var hins vegar tekin ákvörðun um að það þyrfti að styrkja liðið fram á við.
Það er talið að Dortmund greiði 3 milljónir punda fyrir að fá Sancho á láni út tímabilið og þá þarf félagið að greiða hluta launa hans.