Manchester United hefur áhuga á Michael Olise, leikmanni Crystal Palace. Gæti hann orðið sá fyrsti sem félagið fær eftir komu Sir Jim Ratcliffe og félags hans, INEOS, á Old Trafford. Standard segir frá.
Það var tilkynnt á dögunum að Ratcliffe væri að eignast 25% hlut í United og mun hann taka yfir fótboltahlið félagsins.
Bæði hann og INEOS eru sögð horfa til Olise og telja að hann geti lífgað hressilega upp á framlínu United.
Olise er fæddur á Englandi en er franskur U-21 árs landsliðsmaður.
Hann getur spilað úti á kanti og framarlega á miðju. Er hann kominn með fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Palace á leiktíðinni.